Hörður Axel Vilhjálmsson var stigahæstur í þýska liðinu MBC sem tapaði sínum fyrsta leik í Pro A deildinni um síðustu helgi. Hörður var í byrjunarliðinu og gerði 22 stig en Science City Jena hafði betur í leiknum 76-69.
Hörður setti niður 4 af 6 þristum sínum í leiknum, tók 4 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og var með 1 varið skot. Næsti leikur liðsins er á komandi laugardag gegn BG TOPSTAR Leitershofen/Stadtbergen en eftir leik helgarinnar er MBC í 3. sæti deildarinnar.