Tveimur umferðum er nú lokið í Iceland Express deild kvenna þar sem KR og Snæfell tróna á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Snæfell lagði Hauka í Hólminum og KR hafði betur gegn Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni.
Úrslit annarar umferðar í IEX-kvenna:
Snæfell 73-69 Haukar
Fjölnir 78-88 Valur
Njarðvík 87-97 KR
Keflavík 105-65 Hamar
Eftir gott undirbúningstímabil og að viðbættum nýjum erlendum leikmanni hafa Haukar ekki náð að sýna sitt rétta andlit upp á síðkastið. Annar tapleikurinn í röð kom í Stykkishólmi gegn Snæfell sem hefur átt fljúgandi gott upphaf á leiktíðinni. Fjölniskonum var komið niður á jörðina eftir frækinn sigur gegn Keflavík í fyrstu umferð þegar nýliðar Vals með stjörnumprýddan hóp unnu sigur í Dalhúsum.
Njarðvíkingar máttu þola tap á heimavelli gegn KR-ingum þar sem fjórir leikmenn KR gerðu 20 stig eða meira í leiknum, myndarlegt framlag þar á ferðinni hjá röndóttum. Keflvíkingar hristu af sér slyðruorðið og völtuðu yfir Hamar.
Tölfræðileiðtogarnir eftir tvær umferðir:
Flest skoruð stig (meðaltal)
Brittney Jones – Fjölnir – 33
Lele Hardy – Njarðvík – 30
Reyana Colson – KR – 24
Flestar stoðsendingar (meðaltal)
Brittney Jones – Fjölnir 8,5
Melissa Leichlitner – Valur – 6
Jaleesa Butler – Keflavík – 5,5
Flest fráköst (meðaltal)
Katina Mandylaris – Fjölnir – 19
Lele Hardy – Njarðvík – 13
Hannah Tuomi – Hamar – 13
Hæsta framlag (meðaltal)
Jaleesa Butler – Keflavík – 34
Lele Hardy – Njarðvík – 32,5
Brittney Jones – Fjölnir – 32
Flestir stolnir boltar (meðaltal)
Reyana Colson – KR – 5
Lele Hardy – Njarðvík – 4,5
Samantha Murphy – Hamar – 4,5
Margrét Kara Sturludóttir – KR – 4,5
Flest varin skot (meðaltal)
Signý Hermannsdóttir – Valur – 3,5
Jaleesa Butler – Keflavík – 3,5
Salbjörg Sævarsdóttir – Njarðvík – 2,0
Hrund Jóhannsdóttir – Keflavík – 2,0
Næsta umferð – 3. umferð deildarinnar
23. október
19.15: KR-Snæfell
26. október
19.15: Haukar-Fjölnir
19.15: Hamar-Njarðvík
19.15: Valur-Keflavík
Mynd/ [email protected] – Brittney Jones hefur skilað stórum tölum fyrir Fjölni fyrstu tvær umferðirnar.