Borce Ilievski þjálfari Tindastóls í körfuknattleik sagði upp stöðu sinni hjá félaginu í kvöld eftir að liðið tapaði fyrir Fjölni á heimavelli. Þetta staðfesti Geir Eyjólfsson formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls við karfan.is nú fyrir stundu.
Geir sagði jafnframt að hafin væri leit að eftirmanni hans og það yrði unnið eins hratt og hægt væri en Borce hefði lofað að yfirgefa ekki skútuna án skipstjóra og myndi stjórna liðinu þar til eftirmaður fyndist.
Borce tók við liðinu fyrir síðasta tímabil eftir nokkru ár á Ísafirði þar sem hann þjálfaði KFÍ.