spot_img
HomeFréttirNBA leikmenn í Evrópu

NBA leikmenn í Evrópu

Verkbannið sem hefur verið í gildi í NBA deildinni síðan í sumar hefur verið mikil innspýting fyrir evrópskan körfubolta sem hefur fengið til sín mikið af leikmönnum á meðan banninu stendur.  Þar á meðal eru leikmenn sem spiluðu stórt hlutverk með sínum liðum og leikmenn sem spiluðu aukahlutverk í stjörnuprýddum liðum NBA.  Hér ætlum við að skoða hvaða leikmenn það eru sem hafa kosið að flytja sig um set á meðan verkbanninu stendur. 
Sasha Vujacic, Anadolu Efes

Spilaði með New Jersey Nets á síðustu leiktíð.  Hann spilaði þar 56 leik og þar af 17 í byrjunarliðinu.  Þar skoraði hann að meðaltali 11,4 stig, gaf 2,3 stoðsendingar og hirti 3,3 fráköst.  Sasha spilaði sex heil tímabil með Lakers áður en hann skipti yfir í Nets. Þar vann hann deildina bæði 2009 og 2010.  Í dag spilar Sasha með Anadolu Efes í Tyrknesku deildinni.  Aðeins ein umferð er búin í Tyrknesku deildinni og þar unnu Anadolu mjög öruggan sigur á Erdemir.  Sasha var þar stigahæsti maður og skoraði 18 stig, hirti 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.  

Samningur Sahsa við Anadolu er til eins árs með klásúlu um framlengingu um eitt ár.  Ekki var gefið út hvort að verkbannið í NBA gæti haft áhrif á samninginn.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgja Sasha eftir má fylgjast með Tyrknesku deildinni hér.

Rudy Fernandez, Real Madrid

Rudy Fernandez er mörgum þekktur fyrir afrek sín með Spænska landsliðinu þar sem liðið fagnaði Evrópumeistaratitlinum nú í sumar.  Rudy hefur spilað með Portland Trailblazers undanfarin þrjú tímabil en hefur nú samið við Dallas Mavericks og mun spila þar þegar verkbanni verður aflétt.  Rudy hefur spilað stórkostlega vel með Real Madrid og skorað að meðaltali 19 stig, gefið 2 stoðsendingar og stolið 2 boltum á leik.  Real eru sem stendur í 2-9. sæti deildarinnar með 2 sigra og eitt tap eftir þrjár umferðir.  

Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgja Rudy eftir má finna upplýsingar um spænsku deildina hér og heimasíða þeirra á spænsku má finna hér.  

Thabo Sefolosha, Fenerbache Ulker

Thabo Sefolosha er leikmaður Okloahoma City Thunder og mun spila þar aftur þegar verkbanni verður aflýst.  Thabo er þekktur fyrir að vera með sterkari varnarmönnum NBA deildarinnar og hefur hjálpað Oklahoma að setja sig á stall með betri liðum NBA deildarinnar.  Eins og áður kom fram er aðeins einn leikur búinn í Tyrknesktu deildinni og var Thabo ekki kominn til liðsins þegar sá leikur fór fram.  Thabo lék hins vegar með þeim í Euroleague gegn Caja Laboral þar sem hann skoraði 7 stig, stal 2 boltum og hirti 2 fráköst.  Það má sterklega búast við því að Thabo Sefolosha setji sitt mark á Tyrknesku deildina ef ekki leysist úr deilumálum NBA.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með Thabo Sefolosha er hægt að fylgjast með Tyrknesku deildinni hér 

Á komandi dögum og vikum munum við fjalla um fleiri NBA leikmenn sem spila nú í evrópu.

Gísli Ólafsson

Fréttir
- Auglýsing -