Fjölnismaðurinn Árni Ragnarsson er Gatorade-leikmaður þriðju umferðar í Iceland Express deild karla. Árni fór mikinn með Fjölni í umferðinni þegar Grafarvogsbúar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu er þeir lögðu Tindastól í Síkinu í Skagafirði.
Árni gerði 23 stig í liði Fjölnis í 89-97 sigri gegn Tindastól, hann var einnig með 5 fráköst og 2 stoðsendingar og Fjölnir var 14 stig í plús með Árna á vellinum.
,,Eftir þetta er Gatorade klárlega uppáhalds drykkurinn minn,“ sagði Árni léttur í bragði í samtali við Karfan.is en gerðist svo öllu alvarlegri. ,,Ég vona núna bara að við höldum áfram að slípast saman og bæta okkur með hverjum leik, við erum með marga frábæra leikmenn sem eru óeigingjarnir svo ég segi að það er auðvelt að detta inn á góðan leik þegar samherjar manns eru duglegir að finna mann,“ sagði Árni og viðurkenndi að eftir tvo tapleiki hefði óneitanlega orðið léttara yfir hópnum við fyrsta sigurleikinn í úrvalsdeild.
,,Þetta var mikill léttir og það var mikið í húfi og vonandi að sigurinn komi okkur í gang fyrir næstu leiki.“
Mynd/ [email protected] – Árni Ragnarsson er Gatorade-leikmaður þriðju umferðar í Iceland Express deild karla.
– Gatorade leikmaður 2. umferðar: Cameron Echols
– Gatorade-leikmaður fyrstu umferðar: Guðjón Lárusson
– Gatorade-leikmaður fyrstu umferðar: Guðjón Lárusson