Heimasíða KKÍ er með skemmtilegan lið í gangi en þar gera þeir frægum flautukörfum skil. Þegar hafa eftirminnilegar flautukörfur hjá Pálmari Sigurðssyni og Jakobi Erni Sigurðarsyni fengið að njóta sín hjá KKÍ og nú er komið að flautukörfu frá Jóni Arnóri Stefánssyni.
Eins og flestir muna varð KR Íslandsmeistari leiktíðina 2008-2009 þegar Jón Arnór lék með liðinu. Á leið sinni að titlinum mættust KR og Keflavík í úrslitakeppninni. KR vann einvígið 3-0 en Jón gerði þar magnaða flautukörfu og tryggði KR fjórðu framlengingu leiksins!