spot_img
HomeFréttirRagnar: Fékk þokkalegt högg á trýnið

Ragnar: Fékk þokkalegt högg á trýnið

 
Hamar og Keflavík mættust í Lengjubikar karla á dögunum þar sem Ragnar Nathanaelsson fékk þungt högg á nefið eftir stuttan leik og varð frá að víkja það sem eftir lifði leiks. Hamar heimsækir ósigrað lið Skallagríms á föstudag þar sem Ragnar stefnir að því að vera með.
,,Ég fékk þokkalegt högg á trýnið í leiknum gegn Keflavík, það var nú aðallega bara einhver æð sem sprakk held ég og ég tel að þetta sé nú ekki nefbrot. Hvort sem ég er brotinn eða ekki brotinn þá verð ég með í næsta leik.“
 
Fyrir tímabilið meiddist Ragnar og töldu læknar að hann yrði ekki með Hamri fyrir áramót en miðherjinn öflugi blés á þær spár. Hann gegnir lykilstöðu í Hamarsliðinu sem tapað hefur tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.
 
Mynd/ Ragnar í leik með U20 ára landsliði Íslands síðasta sumar á EM U20 í Bosníu.
 
Fréttir
- Auglýsing -