spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins: Fjórða umferð IE-karla hefst í kvöld

Leikir kvöldsins: Fjórða umferð IE-karla hefst í kvöld

 
Í kvöld hefst fjórða umferðin í Iceland Express deild karla með þremur leikjum, allir hefjast þeir kl. 19.15. Liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, KR og Stjarnan, mætast í Ásgarði, Njarðvík tekur á móti Þór Þorlákshöfn og ÍR fær Snæfell í heimsókn.
Leikir kvöldsins, 19.15:
Njarðvík-Þór Þorlákshöfn
Stjarnan-KR
ÍR-Snæfell
 
Stjarnan og Grindavík tróna á toppi deildarinnar og hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á mótinu. ÍR-ingar vonast til þess að tefla fram Jimmy Bartolotta í kvöld eftir nefbrot gegn Grindavík á dögunum og að sama skapi munu Hólmarar frumsýna nýjan leikstjórnanda. Þórsarar úr Þorlákshöfn mæta í Njarðvík og verða vafalítið með Græna drekann í för. KR-ingar hafa endurheimt Edward Horton eftir meiðsli og freista þess að verða fyrstir til að leggja Stjörnuna að velli.
 
Hörkuleikir í boði í kvöld, fjölmennum á völlinn!
Fréttir
- Auglýsing -