Bræðurnir Guðmundur og Ólafur Helgi Jónssynir mætast í Iceland Express deildinni í kvöld þegar Njarðvíkingar taka á móti Þór Þorlákshöfn. Guðmundur leikur með Þór en þangað gekk hann í sumar úr herbúðum Njarðvíkinga en Ólafur leikur með Njarðvík.
Víkurfréttir ræddu við þá bræður og tóku þá í stutta spurningakeppni. Ólafur segir að Guðmundur verði ekki bróðir sinn inni á vellinum í kvöld.