spot_img
HomeFréttirBartolotta fékk tvö stig og köku í afmælisgjöf

Bartolotta fékk tvö stig og köku í afmælisgjöf

 
Leikstjórnandinn Jimmy Bartolotta var fjarri góðu gamni í gærkvöldi þegar ÍR lagði Snæfell í Iceland Express deild karla. Kappinn fylgdist með af bekknum þegar ÍR hirti bæði stigin sem í boði voru og að leik loknum fékk hann óvænta stoðsendingu.
Bartolotta átti afmæli í gærkvöldi og að leik loknum var honum færð skúffukaka inn í búningsherbergi og liðsfélagarnir tóku lagið fyrir afmælisbarnið sem enn skartar forláta glóðarauga eftir hrikalegan árekstur í Grindavíkurleiknum á dögunum.
 
Vonast er til að kappinn verði klár í slaginn sem fyrst og mun hann þá væntanlega leika með grímu til að verja nefið sem mölbrotnaði í leiknum gegn Grindavík.
 
Árnað heilla Jimmy!
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -