spot_img
HomeFréttirÆgir: Bara slæmur snúningur

Ægir: Bara slæmur snúningur

 
Fjölnismenn supu hveljur í gærkvöldi þegar Ægir Þór Steinarsson varð frá að víkja í leiknum gegn Valsmönnum eftir að hafa meiðst á fæti. Karfan.is náði tali af Ægi í dag sem þakkaði Guði fyrir að ekki fór verr.
,,Þetta er slæmur snúningur bara, tognun og trosnuð liðbönd. Það er viðbúið að maður sé 2-3 vikur í burtu vegna þessa en ég ætla að reyna að hafa þetta eina viku,“ sagði Ægir en Fjölnismenn mæta Haukum í næstu umferð Iceland Express deildarinnar.
 
,,Við eigum harma að hefna gegn Haukum, eins og er þá stefni ég að því að vera með í þeim leik,“ sagði Ægir ákveðinn. Fjölnismenn unnu Val í gær í Dalhúsum og eru nú í 6.-9. sæti Iceland Express deildarinnar með 4 stig.
 
Fréttir
- Auglýsing -