spot_img
HomeFréttirIceland Express deild kvenna: Uppgjör fjórðu umferðar

Iceland Express deild kvenna: Uppgjör fjórðu umferðar

 
Fjórum umferðum er nú lokið í Iceland Express deild kvenna þar sem KR situr á toppnum og hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa. Að sama skapi eru það Hamarskonur úr Hveragerði sem verma botnsætið án stiga.
Leikir fjórðu umferðar:
 
Fjölnir 66-67 KR
Keflavík 105-85 Njarðvík
Valur 71-80 Haukar
Snæfell 80-70 Hamar
 
 
Fjölnir 66-67 KR
Tölfræðin úr leiknum hefur enn ekki skilað sér en KR vann eftir hörkuslag og eru ósigraðar á toppi deildarinnar.
 
Keflavík 105-85 Njarðvík
Jaleesa Butler splæsti í 54 í framlag, það segir meira en mörg orð! Léttmeti hjá Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur gegn grönnum sínum úr Njarðvík. Sara Rún Hinriksdóttir heldur áfram að heilla í Keflavíkurliðinu með 19 stig og 4 stoðsendingar í leiknum. Lele Hardy skilar svo allatf sínu með 28 stig, 19 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta hjá grænum.
 
Valur 71-80 Haukar
Annar tapleikur Valskvenna í röð á heimavelli en um leið fyrsti sigur Hauka á tímabilinu sem voru vafalítið heitasta liðið á undirbúningstímabilinu. Melissa Leichlitner gerði 21 stig hjá Val en í Haukaliðinu voru fimm leikmenn sem skoruðu 11 stig eða meira, þeirra atkvæðamest var Hope Elam með 22 stig og 11 fráköst.
 
Snæfell 80-70 Hamar
Snæfell vann þriðja leikhluta 25-17 og lagði þar góðan grunn að sigrinum. Hildur Sigurðardóttir var að daðra við þrennuna með 27 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar. Samantha Murphy gerði svo 31 stig í liði Hamars.
 
Tölfræðileiðtogar eftir fjórar umferðir
 
Flest stig
1. Brittney Jones – Fjölnir – 28,75
2. Lele Hardy – Njarðvík – 28,25
3. Samantha Murphy – Hamar – 26,50
4. Reyana Colson – KR – 23,50
5. Jaleesa Butler – Keflavík – 21,75
 
Flest fráköst
1. Katina Mandylaris – Fjölnir – 16,00
2. Jaleesa Butler – Keflavík – 15,75
3. Lele Hardy – Njarðvík – 14,25
4. Hannah Tuomi – Hamar – 13,50
5. Hope Elam – Haukar – 10,75
 
Flestar stoðsendingar
1. Brittney Jones – Fjölnir – 9,25
2. Jence Ann Rhoads – Haukar – 7,50
3. Shanae Baker – Njarðvík – 6,25
4. Hildur Sigurðardóttir – Snæfell – 6,25
5. Melissa Leichlitner – Valur – 5,75
 
Hæsta framlag
1. Jaleesa Butler – Keflavík – 36,50
2. Brittney Jones – Fjölnir – 31,00
3. Lele Hardy – Njarðvík – 30,50
4. Hannah Tuomi – Hamar – 24,75
5. Shanae Baker – Njarðvík – 24,00
 
Stolnir boltar
1. Samantha Murphy – Hamar – 5,50
2. Lele Hardy – Njarðvík – 5,00
3. Reyana Colson – KR – 4,75
4. Pálína Gunnlaugsdóttir – Keflavík – 3,75
5. Petrúnella Skúladóttir – Njarðvík – 3,50
 
Varin skot
1. Jaleesa Butler – Keflavík – 3,50
2. Signý Hermannsdóttir – 2,50
3. Jence Ann Rhoads – Haukar – 2,00
4. Brittney Jones – Fjölnir – 1,50
5. Salbjörg Sævarsdóttir – Njarðvík – 1,50
6. Hrund Jóhannsdóttir – Keflavík – 1,50
 
Næstu leikir í Iceland Express deild kvenna:
 
5. Umferð
 
2. nóvember
Hamar-Fjölnir
 
5.nóvember
Njarðvík-Snæfell
Haukar-Keflavík
 
6. nóvember
KR-Valur
 
Mynd/ Fannar Þór Ragnarsson
Fréttir
- Auglýsing -