Fjórum umferðum er lokið í Iceland Express deild karla þar sem Grindvíkingar eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Nýjasta fórnarlamb Grindavíkur er Tindastóll sem þola mátti 20 stiga ósigur í Röstinni. Þá eru þrjú lið jöfn á botninum án stiga, Haukar, Tindastóll og Valur.
Úrslit fjórðu umferðar:
Keflavík 85-76 Haukar
Fjölnir 81-77 Valur
Grindavík 85-65 Tindastóll
Njarðvík 75-90 Þór Þorlákshöfn
Stjarnan 76-84 KR
ÍR 85-80 Snæfell
Keflavík 85-76 Haukar
Keflavík vann þriðja leikhluta 25-16 og lagði þar grunninn að sigrinum. Christopher Smith lék sinn fyrsta mótsleik með Haukum og skoraði 17 stig og tók 8 fráköst. Hjá Keflavík var Charles Parker með 24 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar.
Fjölnir 81-77 Valur
Nathan Walkup splæsti í tröllatvennu fyrir Fjölni með 24 stig og 11 fráköst. Ægir Þór Steinarsson snéri sig á ökkla í leiknum og verður frá næstu dag, hann vonast til að geta verið með gegn Haukum á föstudag. Darnell Hugee var svo stigahæstur í lánlausu liði Valsmanna með 30 stig og 11 fráköst.
Grindavík 85-65 Tindastóll
Stólarnir áttu fínar rispur í leiknum og fengu nokkur tækifæri til að gera spennandi leik úr stöðunni en það var einfaldlega of djúpt á Grindvíkingum sem eru taplausir. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti teiginn í leiknum með 21 stig og 13 fráköst. Hjá Tindastól var Maurice Miller með 20 stig og 11 fráköst.
Njarðvík 75-90 Þór Þorlákshöfn
Jafn og spennandi fyrri hálfleikur, í þeim síðari tóku Þórsarar öll völd. Darrin Govens gerði 29 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Þór. Í Njarðvíkurliðinu var Cameron Echols með 21 stig og 14 fráköst.
Stjarnan 76-84 KR
Leikur umferðarinnar héldu margir en náði engu flugi sem slíkur.
Stjarnan byrjaði af krafti og setti 32 stig á KR í fyrsta leikhluta. Íslands- og bikarmeistararnir snéru vörn í sókn og kláruðu leikinn með 8 stiga sigri. Justin Shouse gerði 22 stig hjá Stjörnunni en Edward Horton var með 21 stig hjá KR.
ÍR 85-80 Snæfell
Níels Dungal og Eiríkur Önundarson kveiktu í ÍR-ingum, komu báðir hrikalega sterkir inn af bekknum. Nemanja Sovic gerði 26 stig fyrir ÍR, Níels bætti við 14 stigum, 14 fráköstum, 5 stoðsendingum og 30 stykki í framlag. Marquis Hall lék sinn fyrsta leik með Snæfell, nærri þrennunni með 10 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar.
Tölfræðileiðtogar
Stigahæstu menn
1. Darrin Govens – Þór Þorlákshöfn – 31,00
2. Nemanja Sovic – ÍR – 24,25
3. David Tairu – KR – 23,25
4. Cameron Echols – Njarðvík – 22,75
5. Steven Gerard – Keflavík – 22,67
Frákastahæstu menn
1. Quincy Hankins-Cole – Snæfell – 13,75
2. Mike Ringgold – Þór Þorlákshöfn – 12,75
3. Cameron Echols – Njarðvík – 12,50
4. Jarryd Cole – Keflavík – 12,00
5. Jovanni Shuler – Haukar – 11,00
Stoðsendingahæstu menn
1. Giordan Watson – Grindavík – 7,00
2. Sveinbjörn Claessen – ÍR – 5,67
3. Maurice Miller – Tindastóll – 5,50
4. Calvin O´Neal – Fjölnir – 5,50
5. Justin Shouse – Stjarnan – 5,50
Framlagshæstu menn
1. Darrin Govens – Þór Þorlákshöfn – 29,25
2. Jovanni Shuler – Haukar – 25,75
3. Quincy Hankins-Cole – Snæfell – 25,25
4. Cameron Echols – Njarðvík – 25,25
5. Nemanja Sovic – ÍR – 23,25
Næstu leikir – 5. umferð
3. nóvember
Valur-Grindavík
KR-Keflavík
Snæfell-Njarðvík
4. nóvember
Haukar-Fjölnir
Þór Þorlákshöfn-Stjarnan
Tindastóll-ÍR
Mynd/ Giordan Watson leikmaður Grindavíkur er iðinn við að finna liðsfélaga sína.