Landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson hefur yfirgefið herbúðir belgíska liðsins Antwerp Giants frá og með deginum í dag, og gengið til liðs við ítalska félagið Derthona Basket sem leikur í efstu deild þar í landi.
Derthona, sem er frá borginni Tortona í Fjallalandi á norð-vestur Ítalíu, leikur nú í fyrsta skipti í efstu deild ítalska körfuboltans og situr sem stendur í fimmta sæti, auk þess sem liðið lenti í öðru sæti í ítalska bikarnum fyrr á tímabilinu. Liðið er því í góðum möguleika á að leika í úrslitakeppni deildarinnar, strax á sínu fyrsta tímabili. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu hefur Elvar þegar fengið leikheimild og mun því koma til með að styrkja liðið fyrir úrslitakeppnina.