Í kvöld hefst fimmta umferðin í Iceland Express deild karla. Þrír leikir eru á dagskránni og hefjast kl. 19.15. Í vesturbænum mætast KR og Keflavík, Valur tekur á móti toppliði Grindavíkur í Vodafonehöllinni og í Stykkishólmi mætast Snæfell og Njarðvík.
Leikir kvöldsins í IEX-deild karla:
KR-Keflavík
Valur-Grindavík
Snæfell-Njarðvík
KR og Keflavík eru í 2.-5. sæti deildarinnar með 6 stig eins og Stjarnan og Þór Þorlákshöfn. Valsmenn eru á botni deildarinnar með Haukum og Tindastól án stiga á meðan Grindvíkingar verma toppsætið. Þá eru bæði Njarðvík og Snæfell í 6.-9. sæti með 4 stig ásamt ÍR og Fjölni.
Mynd/ Þorsteinn Eyþórsson: Hólmarar taka á móti Njarðvík í kvöld.