spot_img
HomeFréttirGóðu Englarnir á topp C-riðils með Krakow

Góðu Englarnir á topp C-riðils með Krakow

Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar í Good Angels Kosice gerðu góða ferð til Ítalíu í gærkvöldi og lögðu þar CB Taranto 56-61. Með sigrinum komust Good Angels upp í 1. sæti C-riðils í meistaradeild kvenna með Wisla Can-Pack Krakow.
 Helena var ekki í byrjunarliðinu í gærkvöldi en lék í 9 mínútur og náði ekki að skora. Hún var með eitt frákast og eina stoðsendingu í leiknum og reyndi eitt þriggja stiga skot sem geigaði og hafði því nokkuð hægt um sig. Danielle Mc Cray var stigahæst hjá Good Angels með 22 stig og 6 fráköst.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -