spot_img
HomeFréttirGunnar Sverrisson: Það eru þrír menn inná með þeim sem eru...

Gunnar Sverrisson: Það eru þrír menn inná með þeim sem eru að mata og skapa færi

Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR, var að vonum sáttur eftir leik gærkvöldsins en lið hans ÍR vann góðan sigur á Tindastóli fyrir norðan.  Hann ræddi við Karfan.is um leikinn en James Bartolotta lék með eftir að hafa verið frá vegan meiðsla um tíma.

Þetta var erfiður leikur, en sigur hafðist að lokum?
,,Já, það er bara alltaf svo ótrúlega gaman að spila hérna. Maður er svo spenntur og ekki var það verra að úrslitin voru manni sjálfum í hag. Enda vissum við að þeir væru frekar hungraðir í sigur og ekki búið að ganga vel, en þeir eru greinilega að eflast og verða betri. Svo erum bara mjög heppnir að ná að hitta á góðan dag. Spiluðum frábæran varnarleik í seinni hálfleik og þvílík barátta sem ég er einstaklega ánægður með.”

Það munaði greinilega um að fá James Bartolotta til baka?
,,Já, Bartolotta er ekki bara maður sem skorar, það er ákveðinn persónuleiki þar á ferðinni sem breytir mjög miklu fyrir liðið. Menn vilja stundum gleyma því að einstaklingarnir búa til liðið og hvort sem þeir skora eða ekki skiptir ekki öllu máli, en hann vinnur líka vel fyrir liðið. Frábær leikmaður.“

Þið fenguð mikið af stigum frá honum og Sovic í kvöld?
,,Já, ég meina að þannig eru hlutverkin í liðinu, þeir eru líklega tveir af betri sóknarmönnum deildarinnar en það má ekki gleyma því að það eru þrír menn inná með þeim sem eru að mata og skapa færi fyrir þá og öfugt og þetta er bara heild sem er að vinna saman þó þeir skori mest.”

Nú eru þið búnir að missa Sveinbjörn í meiðsli ætli þið að bæta eitthvað við liðið?

,,Nei, við höfum ekkert hugsað um það. Erum aðallega bara í sárum fyrir hans hönd og liðsins að hann skuli ekki vera meira með og hans er sárt saknað. Erum ekki að hugsa um að styrkja liðið og erum með fullt af mönnum sem skila sínu og ég er sáttur.”

Þú ert þá bara bjartur á framhaldið?

,,Já, ég er það. Við erum reyndar búnir að vera frekar óheppnir með meiðsli og áfall að heyra um þau. Jimmy datt út um daginn og það var líka áfall og hann átti að spila með grímu í kvöld, en gerði það ekki sem er nokkur áhætta en hann kaus það. En ég er mjög sáttur eftir leikinn. “

Jóhann Sigmarsson

Mynd/[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -