spot_img
HomeFréttirGatorade-leikmaður fimmtu umferðar: Marvin Valdimarsson

Gatorade-leikmaður fimmtu umferðar: Marvin Valdimarsson

Marvin Valdimarsson er Gatorade-leikmaður fimmtu umferðar í Iceland Express deild karla. Marvin fór mikinn gegn Þór úr Þorlákshöfn síðastliðinn föstudag þegar Garðbæingar urðu fyrstir til þess að vinna sigur á heimavelli Þórs í deildinni og það í fjarveru Jovans Zdravevski.
Marvin gerði 25 stig í leiknum fyrir Stjörnuna, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Þá var hann einnig með 3 stolna bolta og hlaut 28 í framlag.
 
Við ræddum við Marvin í gærkvöldi eftir naumt tap gegn Snæfell í Lengjubikarnum. ,,Við byrjuðum leikinn afleitlega en komum sterkir til baka og mér fannst við eiga sigurinn skilið en Snæfell spilaði vel og sérstaklega bekkurinn hjá þeim svo þeir eiga allt hrós skilið,“ sagði Marvin en býst hann við því að félagi hans Jovan Zdravevski verði klár í slaginn á föstudag?
 
,,Ég er ekkert viss um það svo við reiknum ekki með honum. Bati hans er mjög hægur og ég hugsa að hann verði ekki með,“ sagði Marvin sem hefur þó 12 myndarlegar Gatorade-flöskur til að halla sér upp að fyrir átökin á föstudag þegar Snæfell mætir aftur í Ásgarð og þá í Iceland Express deild karla.
 
Fréttir
- Auglýsing -