Fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem meistarar Sundsvall Dragons steinlágu á heimavelli gegn LF Basket. Þá unnu Brynjar Þór og Jamtland á heimavelli eftir framlengdan sigurslag og Logi Gunnarsson og liðsfélagar í Solna nældu sér í tvö stig.
Jamtland 102-100 Södertalje Kings (framlengt)
Brynjar Þór Björnsson var næststigahæstur í liði Jamtland með 22 stig í kvöld en framlengja varð leikinn. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 90-90 og í framlengingunni átti Brynjar Þór næstsíðasta skotið í stöðunni 100-100 en það geigaði og Drazen Klaric náði sóknarfrákastinu fyrir Jamtland og skoraði um leið sigurstigin.
Solna Vikings 89-84 ecoÖrebro
Logi Gunnarsson var stigahæstur í sigurliði Solna með 21 stig, 2 fráköst, 2 stoðsendingar og 3 stolna bolta.
Sundsvall Dragons 68-91 LF Basket
Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur hjá Sundsvall í kvöld með 20 stig og 5 fráköst. Pavel Ermolinski bætti við 9 stigum, 7 fráköstum og 7 stoðsendingum en Hlynur Bæringsson lék ekki með í kvöld.