Hlynur Bæringsson missti af síðasta leik Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hann er að glíma við bakmeiðsli. www.visir.is greinir frá.
Hann sagði við Vísi vonast til að meiðslin væru ekki alvarleg. „Mér er sagt að þetta séu ekki langtímameiðsli – ekki brjósklos eða neitt slíkt,“ sagði Hlynur en án hans tapaði Sundsvall sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu, gegn LF Basket nú fyrr í vikunni.