spot_img
HomeFréttirSigmundur dæmdi í Slóvakíu: Björgvin á leið út

Sigmundur dæmdi í Slóvakíu: Björgvin á leið út

Sigmundur Már Herbertsson er nýkomin heim á ný eftir dómarastörf fyrir FIBA Europe í Slóvakíu þar sem hann dæmdi í EuroChallenge-deild karla í Nitra. www.kki.is greinir frá.
 
Heimamenn í Bemaco Spu Nitra töpuðu 72:77 fyrir EWE Baskets frá Þýskalandi. Sigmundi gekk að eigin sögn mjög vel en um hörkuleik var að ræða.

Björgvin Rúnarsson mun halda til Danmerkur og dæma leik 1. desember í keppni kvenna en þá mætast SISU og Arras í Gentofte.

www.kki.is 

Fréttir
- Auglýsing -