spot_img
HomeFréttirIceland Express deild kvenna: Uppgjör sjöttu umferðar

Iceland Express deild kvenna: Uppgjör sjöttu umferðar

Sex umferðum er lokið í Iceland Express deild kvenna en í gærkvöldi fór fram heil umferð og dró það helst til tíðinda að Haukar urðu fyrsta liðið þetta tímabilið til þess að leggja KR að velli. Njarðvík vann Fjölni, Hamar vann sinn annan sigur í röð er liðið lagði Val og Keflavík hafði öruggan sigur gegn Snæfell.
 
Úrslit sjöttu umferðar í Iceland Express deild kvenna:
 
Keflavík 82-66 Snæfell
Haukar 66-60 KR
Valur 61-69 Hamar
Fjölnir 78-99 Njarðvík
 
 
Keflavík 82-66 Snæfell
Jaleesa Butler bauð upp á enn eina tröllatvennuna í Keflavíkurliðinu, 27 stig, 20 fráköst. Þetta var fimmti deildarsigur Keflavíkur í röð en að sama skapi voru Hólmarar að tapa sínum fjórða útileik í röð.
 
Haukar 66-60 KR
Varnarleikur Hauka reyndist toppliði KR um megn. Jence Rhoads gerði 21 stig í liði Hauka og Sigrún Ámundadóttir 16 stig í liði KR. Þetta var fyrsti tapleikur KR á tímabilinu sem nú deilir toppsætinu með Keflavík, bæði lið hafa unnið fimm leiki og tapað einum.
 
Valur 61-69 Hamar
Hamar kann vel við sig á sigurbrautinni, eftir fjórar umferðir var liðið án stiga en er nú í 4. sæti deildarinnar, reyndar 4.-8. sæti þar sem öll lið hafa 4 stig. Að sama skapi var Valur að tapa sínum fjórða deildarleik í röð.
 
Fjölnir 78-99 Njarðvík
Njarðvíkingar stukku upp í 3. sæti deildarinnar með öruggum sigri á Fjölni. Grænar reyndust mun sterkari í fjórða leikhluta á meðan hvorki gékk né rak hjá Fjölni fyrir utan þriggja stiga línuna, þær settu ekki niður einn þrist í leiknum!
 
Tölfræðileiðtogar
 
Stig
1. Brittney Jones – Fjölnir – 31,83
2. Lele Hardy – Njarðvík – 27,00
3. Samantha Murphy – Hamar – 26,83
4. Shanae Baker – Njarðvík – 23,50
5. Hannah Tuomi – Hamar – 23,17
 
Fráköst
1. Jaleesa Butler – Keflavík – 15,50
2. Katina Mandylaris – Fjölnir – 15,17
3. Hannah Tuomi – Hamar – 15,00
4. Lele Hardy – Njarðvík – 14,17
5. Hope Elam – Haukar – 11,67
 
Stoðsendingar
1. Brittney Jones – Fjölnir – 7,33
2. Jence Ann Rhoads – Haukar – 7,17
3. Shanae Baker – Njarðvík – 6,33
4. Melissa Leichlitner – Valur – 6,00
5. Hildur Sigurðardóttir – Snæfell – 6,00
6. Jaleesa Butler – Keflavík – 4,67
7. Margrét Kara Sturludóttir – KR – 4,67
 
Framlag
1. Jaleesa Butler – Keflavík – 35,50
2. Lele Hardy – Njarðvík – 31,67
3. Brittney Jones – Fjölnir – 30,67
4. Hannah Tuomi – Hamar – 27,83
5. Shanae Baker – Njarðvík – 27,17
 
Stolnir boltar
1. Samantha Murphy – Hamar – 5,33
2. Lele Hardy – Njarðvík – 5,00
3. Brittney Jones – Fjölnir – 4,17
4. Pálína Gunnlaugsdóttir – Keflavík – 4,00
5. Margrét Kara Sturludóttir – KR – 3,83
 
Varin skot
1. Jaleesa Butler – Keflavík – 3,50
2. Signý Hermannsdóttir – Valur – 2,50
3. Brittney Jones – Fjölnir – 2,00
4. Jence Ann Rhoads – Haukar – 1,67
 
Næsta umferð, sjöunda umferð:
 
16. nóvember
Snæfell-Fjölnir
Njarðvík-Valur
Hamar-Haukar
KR-Keflavík
 
Fréttir
- Auglýsing -