Jón Halldór Eðvaldsson er kominn í þjálfarateymi karlaliðs Keflavíkur í Iceland Express deildinni en í sumar sagði hann skilið við kvennalið félagsins eftir að hafa gert þær að Íslands- og bikarmeisturum.
Í samtali við Karfan.is sagðist Jón fullur tilhlökkunnar og sagðist ekki hafa getað skorast undan þegar leitað var til hans eftir starfanum.