Jón Halldór Eðvaldsson hefur bæst í þjálfarateymi þeirra Keflvíkinga en hann var í fyrsta skipti á bekknum með þeim í gær gegn Þórsurum. Jón Halldór þekkir hnúta vel í Keflavíkinni en hann gerði kvennalið þeirra að Íslands og bikarmeisturum síðasta tímabil.
"Siggi (Sigurður Ingimundarson) leitaði til mín í þetta verkefni og mér fannst það spennandi. Ég hafði ákveðið að taka mér árs frí algerlega frá þjálfun en svo var aðeins farið að kitla að komast aftur á bekkinn. Ég kem nú ekki til með að vera að veifa einhverjum töfrastaf en mun vissulega koma með einhverjar hugmyndir og vonandi einhvern ferskleika." sagði Jón Halldór í samtali við Karfan.is
Þetta þýðir að Keflvíkingar eru sem stendur með tvo aðstoðarþjálfara á bekk sínum en fyrir er Einar Einarsson einnig titlaður aðstoðarþjálfari þeirra.