spot_img
HomeFréttirHelgi Rafn: Allt að koma hjá okkur

Helgi Rafn: Allt að koma hjá okkur

Jóhann Sigmarsson ræddi við Helga Rafn Viggósson í gær þegar Tindastóll landaði sínum fyrstu stigum í Iceland Express deildinni þetta tímabilið.
 
 Þá er fyrsti sigurinn í hús, en þetta var nú ekki neitt rosalega fallegt?
“Nei, en við vorum nú komnir einhverjum tólf – fjórtán stigum yfir á tímabili, en þetta var mikill barningur og við svo sem vissum það að þeir myndu koma líka vitlausir til leiks, en þetta er allt að koma í rólegheitum hjá okkur.”
 
En hvað finnst þér vanta í ykkar leik til þess að halda áfram á sömu braut?
“Við þurfum að slípa betur saman bæði vörn og sókn, en mér finnst þetta svona vera að koma í rétta átt og það er góður andi í liðinu og menn eiga hrós skilið fyrir það að koma hér einbeittir til leiks og klára þennan leik.”
 
Já, er þessi sigur ekki sérstaklega góður fyrir andann í liðinu eftir alla tapleikina?
“Jú, það er bara svoleiðis, við erum búnir að tapa fimm leikjum í deildinni og einhverjum í Lengjubikarnum, en það er náttúrulega mikið búið að gerast hjá okkur, þjálfaraskipti eftir þrjá leiki sem hafði mikil áhrif, en þetta lítur bara mjög vel út og Bárður kemur með nýtt inn í allt og andinn í liðinu verður bara betri fyrst að þessi mikilvægi fyrsti sigurinn er kominn.”
 
Hvernig finnst þér Bárður vera að koma inn í þetta?
“Mér finnst hann vera að standa sig vel, mikið líf á bekknum og verður brjálaður ef við gerum vitleysur og við höfum gott af því. Hann ýtir vel á okkur og vill að við gerum hlutina rétt svo að bæði sóknar- og varnarleikur verði góður.”
 
Þannig að þú ert nokkuð bjartsýnn á næstu leiki?
“Verður maður ekki að vera brattur, maður er það nú alltaf.”
 
Mynd/ Úr safni
Viðtal/ JS
Fréttir
- Auglýsing -