Í kvöld lauk sjöttu umferð í Iceland Express deild karla. Stjörnumenn náðu að kvitta fyrir eins stigs tap gegn Snæfell í Lengjubikarnum og lögðu þá í kvöld 90-89 í Ásgarði. Njarðvíkingar náðu í sterk útistig í Hellinum og Grindavík styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með 24 stiga sigri gegn Haukum.
Úrslit kvöldsins í IEX-deild karla
Stjarnan 90-89 Snæfell
Ótrúlegt en satt komu síðustu stig leiksins þegar 1.11mín voru til leiksloka en þar var Sveinn Arnar Davíðsson að verki þegar hann minnkaði muninn í 90-89 sem reyndust lokatölur leiksins. Keith Cothran var með 34 stig í kvöld í liði Stjörnunnar og Marvin ,,hvíta perlan“ Valdimarsson gerði 28 stig og tók 10 fráköst. Jón Ólafur Jónsson gerði svo 23 stig og tók 5 fráköst í liði Snæfells.
Teitur Örlygsson getur nú hjúfrað sig enn eina ferðina upp að tölunni 11.
ÍR 95–99 Njarðvík
Nemanja Sovic og Jimmy Bartolotta gerðu báðir 31 stig í liði ÍR í kvöld en það dugði ekki til gegn Njarðvíkingum. Travis Holmes fór mikinn hjá grænum með 33 stig og 15 fráköst og Cameron Echols bætti við 28 stigum og 10 fráköstum.
Grindavík 98–74 Haukar
Giordan Watson gerði 27 stig og gaf 5 stoðsendingar í liði Grindavíkur og þeir J´Nathan Bullock og Ólafur Ólafsson bættu báðir við 15 stigum. Hjá Haukum var Jovanni Shuler með 18 stig og 9 fráköst og Christopher Smith bætti við 15 stigum og 4 fráköstum.
Úrslit kvöldsins í 1. deild karla
Skallagrímur 82–76 ÍA
KFÍ – Þór Akureyri
Hamar 107-88 FSu
Nánar síðar…
Mynd/ Travis Holmes fór mikinn í Njarðvíkurliðinu í kvöld gegn ÍR í Hellinum í Seljaskóla