spot_img
HomeFréttirJarvis leysir Johnson af hólmi sem braut litla fingur

Jarvis leysir Johnson af hólmi sem braut litla fingur

Körfuknatleiksdeild ÍR hefur þurft að gera breytingar á leikmannahópi sínum. Willard Johnson sem hefur verið með liðinu undanfarin mánuð meiddist alvarlega á æfingu liðsins nú í vikunni. Meðsli sem eru þess eðlis að hann getur ekki stundað körfubolta um nokkurt skeið. Hann var fyrir því ólani að detta og við það fall varð litli fingur undir og opið breinbrot staðreynd. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KKD ÍR.
 
Ákveðið var að rifta samningi við leikmanninn vegna þessara alvarlegu meiðsla. Williard er einstaklega góður liðsmaður og munu ÍR-ingar sakna hans mikið.
 
Það er óhætt að segja að tíðar uppákomur varðandi meiðsli innan ÍR-liðsins hafi sett strik í reikninginn. Sveinbjörn Claessen er frá út tímabilið og James Bartolotta þurfti að upplifa ansi slæmt nefbrot eftir samstuð í leik gegn Grindavík.
 
Í stað Williard "Billy" Johnson er væntanlegur til landsins bakvörðurinn Robert Jarvis. Hann þekkir nokkuð vel til ÍR því að hann lék með liðinu síðustu sex leikina tímabilið 2009-2010. Robert lék í Ungverjalandi síðastliðið tímabil, í þeirru sterku deild við góðan orðstír. Bundnar er miklar vonir við komu leikmannsins því vafalítið er hann eftir að skemmta áhorfendum og styrkja ÍR-liðið mikið.
 
Mynd/ Úr safni: Jarvis er mættur í Hellinn á nýjan leik
Fréttir
- Auglýsing -