spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFriðrik Ingi leggur spjaldið á hilluna - Hættir með ÍR og hættur...

Friðrik Ingi leggur spjaldið á hilluna – Hættir með ÍR og hættur þjálfun

Þjálfari ÍR í Subway deild karla Friðrik Ingi Rúnarsson hefur lagt spjaldið á hilluna og er hættur þjálfun. Staðfestir þjálfarinn þetta í samtali við Eirík Jónsson.

Friðrik Ingi tók við ÍR nú rétt fyrir mitt tímabil er liðið var í frekar vondum málum við botn töflunnar. Skilaði hann liðinu í 10. sæti Subway deildarinnar og þrátt fyrir að hafa aðeins verið einu sæti frá falli, voru þeir líklegri til að vera í baráttu um úrslitakeppnissæti heldur en fall undir lok deildarkeppninnar.

Friðrik Ingi segist nú vera hættur, en ásamt ÍR hefur hann áður þjálfað hjá uppeldisfélagi sínu í Njarðvík, Keflavík, Grindavík, KR, Þór Þorlákshöfn og íslenska A landsliðið. Í þrígang hefur hann gert lið að Íslandsmeisturum, tvisvar Njarðvík og í eitt skipti Grindavík.

Fréttir
- Auglýsing -