spot_img
HomeFréttirTómas í byrjunarliðinu þegar úlfarnir lögðu North Georgia

Tómas í byrjunarliðinu þegar úlfarnir lögðu North Georgia

Tómas Heiðar Tómasson var í byrjunarliði Newberry í fyrradag þegar liðið hafði sigur á North Georgia skólanum á heimavelli. Tómas gerði 12 stig á 22 mínútum í leiknum og tók einni 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Lokatölur leiksins voru 85-83 Newberry í vil.
Þá hélt Newberry mót á dögunum, Mom Reeves Memorial Tournament, þar sem Newberry hafnaði í 2. sæti eftir tap gegn Georgia College í úrslitaleiknum. Tómas lék í 23 mínútur í leiknum, gerði 9 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.
 
 
Fyrsti leikur Newberry í 2. deild NCAA háskólaboltans fer fram þann 3. desember n.k. þegar liðið mætir Lenior-Rhyne á heimavelli en Newberry leikur í South Atlantic riðlinum.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -