spot_img
HomeFréttirEuroleague: CSKA ósigraðir eftir 5 umferðir

Euroleague: CSKA ósigraðir eftir 5 umferðir

 Fimmta umferð Euroleague hófst í gærkvöldi en þá fóru fram fimm leikir.  Í kvöld eru svo 7 leikir á dagskrá og hægt er að horfa á þá gegn vægu gjaldi á www.euroleague.tv.  

Eftir leiki gærkvöldsins eru aðeins tvö ósigruð lið í deildinni en það eru CSKA Moscow og Barcelona Regal en Barcelona hefur þó aðeins leikið fjóra leiki og spilar gegn GS Medical Park í kvöld.  

Úrslit gærkvöldsins:

 

Fenerbahce 85-83 Bennet Cantu

Fenerbahce rétt hafði Bennet Cantu eftir framlengdan leik á heimavelli Fenerbache.  Liðin eru bæði með 3 sigra og 2 töp eftir fimm umferðir og því í harðir toppbaráttu í A riðli ásamt Caja Laboral.  

Stigahæstur í liði Fenerbahce var Omer Onan með 18 stig en næstir voru Thabo Sefolosha með 14 stig og Oguz Savas með 13 stig.  Í liði Bennet Cantu voru Nicolas Mazzarino og GIanluca Basile stigahæstir með 12 stig hvor en næstir voru Denis Marconato og Maarten Leunen með 11 stig hvor.  

Tölfræði leiksins má finna hér

Caja Laboral 84-89 Gescrap BB

Gescrap kom á óvart með virkilega sterkum lokamínútum gegn Caja Laboral en þeir unni seinustu þrjár mínútur leiksins, 3-13.  Liðin eru nágrannalið og því mikil stemming fyrir leiknum í Fernando Buesa Arena.  Stigahæstur í liði gestana var Kostas Vasiliadis með 21 stig og nánast fullkomna nýtingu en næstir voru Alex Mumbru með 14 stig og Marko Banic með 12 stig.  Hjá Caja var Mirza Teletovic með 26 stig en næstir voru Pablo Prigiono með 17 stig og Fernando San Emeterio með 13 stig.

Tölfræði leiksins má finna hér

 

Olympiacos 91- 78 SLUC Nancy

Olympiacos hélt sér inní báráttunni í A riðli með góðum sigri á SLUC Nancy þar sem Vassilis Spanoulis fór á kostum með 26 stig og 6 stoðsendingar fyrir heimamenn.  Næstir á blað hjá Olympiacos voru Michalis Pelekanos með 11 stig og Andreas Glyniadakis með 10 stig.  Hjá SLUC Nancy var Adrien Moerman stigahæstur með 20 stig en næstir voru John Linehan með 17 stig og Jamal Shuler með 15 stig.  Nicolas Batum lét lítið fyrir sér fara og skoraði aðeins 9 stig.

Tölfræði leiksins má finna hér

Zagreb 80-78 Zalgiris Kaunas

Zagreb rétti sinn hlut í botnbaráttu B riðils með sínum fyrsta sigri á tímabilinu gegn Zalgiris sem sömuleiðis hefur aðeins unnið einn leik.  Stigahæstur í liði Zagreb var Krunoslav Simon með 22 stig en næstir voru Josh Heytvelt með 17 stig og Mario Kasun með 11 stig.  Hjá Zalgiris fór lítið fyrir NBA leikmönnunum Ty Lawson og Sonny Weems sem skoruðu samanlagt 9 stig í leiknum.  Stigahæstur og langbesti maður liðsins var Paulius Jankunas með 24 stig og 11 fráköst  en næstir voru Marko Popovic með 11 stig og Milovan Rakovic með 10 stig.  

Tölfræði leiksins má finna hér

 

CSKA Moscow 77-66 Unicaja

CSKA átti nokkuð auðvelt með Unicaja og höfðu náð 19 stiga forskoti á tímabili í þriðja leikhluta þegar þeir hleyptu gestunum inní leikinn aftur í fjórða leikhluta.  Sigur Moscow var þó aldrei í hættu og þeir eru því ósigraðir það sem af er tímabili.  Stigahæstur í liði CSKA var Milos Teodosic með 19 stig en næstir voru Andrei Kirilenko með 19 stig og 9 fráköst og Nenad Kristic með 12 stig og 7 fráköst.  

Í liði Unicaja var Joel Freeland stigahæstur með 14 stig og 9 fráköst en næstir voru Kristaps Valters  og Tremmel Darden með 13 stig hvor.

Tölfræði leiksins má finna hér 

Staðan í deildinni

Helstu tölfræðiþættir eftir fyrstu fimm umferðirnar:

 Stigahæstu menn

Mirza Teletovic  23 stig á leik, Caja Laboral

Demond Mallet 20,25 stig á leik, Belgacom Spirou

Vassilis Spanoulis 19,8 stig á leik, Olympiacos

Jaycee Carroll 18,5 stig á leik, Real Madrid

Bo McCalebb 18,25 stig á leik, Montepaschi Siena

Flest fráköst

Andrei Kirilenko 9 fráköst á leik, CSKA Moscow

Milan Macvan 7,75 fráköst á leik, Partizan Mt.s

Joel Freeland 7,6 fráköst á leik, Unicaja

Adrein Moerman 7 fráköst á leik, SLUC Nancy

Mirza Teletovic 7 fráköst á leik, Caja Laboral

Flestar stoðsendingar

Marcelinho Huertas 7,5 stoðsendingar á leik, Barcelona Regal

Nicolas Batum 5,6 stoðsendingar á leik, SLUC Nancy

Dimitris Diamantidis 5,5 stoðsendingar á leik, Panathinaikos

Justin Hamilton 5,35 stoðsendingar á leik, Belgacom Spirou

John Linehan 5,2 stoðsendingar á leik, SLUC Nancy

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -