spot_img
HomeFréttirSænska: Solna og Sundsvall með sigra þar sem Logi setti 28

Sænska: Solna og Sundsvall með sigra þar sem Logi setti 28

Heil umferð fór fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, Íslendingaliðin Sundsvall og Solna höfðu sigra en Brynjar Þór Björnsson og félagar í Jamtland fengu skell á útivelli. Sundsvall er í 4. sæti með sigri kvöldsins, Solna í 7. sæti og í 8. sæti situr Jamtland sem tapað hefur fimm útileikjum í röð.
Úrslit kvöldsins í sænska:
 
Sundsvall Dragons 84–76 08 Stockholm HR
Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í sigurliði Sundsvall með 17 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar. Þeir Hlynur Bæringsson og Pavel Ermolinski bættu báðir við 13 stigum, Hlynur með 11 fráköst að auki og Pavel bætti við 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Þá var Helgi Magnússon með 6 stig og 9 fráksöt í liði Stockholm.
 
LF Basket 99–79 Jamtland Basket
Brynjar Þór Björnsson skoraði 6 stig í liði Jamtland og komu þau öll fyrir utan þriggja stiga línuna en hann setti 2 af 6 þristum sínum í leiknum. Þá var hann einnig með 3 fráköst.
 
Solna Vikings 79–68 Södertalje Kings
Logi Gunnarsson átti glimrandi leik með Solna en hann gerði 28 stig í leiknum, tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Logi var með 8 af 8 í vítum, 6 af 12 í þristum og 1 af 2 í teignum. Solna hefur nú unnið þrjá deildarleiki í röð.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -