Aabyhöj lið Arnars Guðjónssonar í dönsku úrvalsdeildinni tók á móti erkifjendum sínum og nágrönnum Bakken Bears síðastliðinn fimmtudag. Aabyhöj spilar venjulega i Aabyhallen en vegna þess að þetta var sjónvarpsleikur var hann spilaður í Vejlby-Risskov höllinni sem venjulega er æfingavöllur Bakken Bears, þá má segja að Aabyhöj hafi verið á útivelli þrátt fyrir að vera með heimaleik. Leikurinn var eins og góðum grannaslag sæmir, jafn og spennandi en Bakken leiddi allan leikinn með 5-10 stigum. Leikurinn endaði svo á sigri Bakken 68-75.
Bæði liðin þurftu að nota fyrstu mínúturnar til að finna sig en risinn Chris Christoffersen setti niður fyrsta stig Bakken Bears úr víti. Fyrstu mínútur leiksins einkendust af klaufagangi og lélegum villum en D’Mario Curry besti maður Aabyhöj var kominn með 2 villur eftir einungis 2 mínútur. Jakob Wang setti síðan niður fyrstu stig Aabyhöj og breytti stöðunni í 3-3. Síðan seig Bakken fram úr. Snæfellingurinn Guðni Heiðar Valentínusson átti sterka innkomu í fyrsta leikhluta og skoraði 3 stig en hann átti í baráttu undir körfunni gegn sínum gömlu félögum í Bakken og skoraði og fékk víti að auki og minnkaði muninn í 12-17. Leikhlutinn endaði svo með 5 stiga mun 15-20.
Í upphafi 2. leikhluta skiptust liðin á að skora en síðan sigu Bakken fram úr þegar að risinn Chris Christoffersen komst í gang og eftir góða þriggja stiga körfu frá Fredrik Nielsen voru Bakken komnir 10 stigum yfir 19-29. Fljótlega eftir það er er Guðna skipt inná til að berja á sínum gamla liðsfélaga Chris Christoffersen. Aabyhöj náði síðan að minnka muninn niður í 5 stig 24-29. En nær komust Aabyhöj ekki og staðan í hálfleik var 32-41.
Í þriðja leikhluta skiptust liðin á að skora en Aabyhöj náðu að minnka muninn enn og aftur niður í fimm stig þegar 5 mínútur voru búnar af leikhlutanum. Bakken komust þá vel á skrið og næstu 2 mínúturnar skoruð þeir 10 á móti 1 frá Aabyhöj og munurinn þá 14 stig 46-60. Anton Eisner skoraði síðust 3 stigin í þeim leikhluta úr vítum eftir að það var brotið á honum í þriggja stiga skoti. Munurinn eftir leikhlutann 11 stig 49-60.
Í fjórða og síðasta leihlutanum héldu liðin áfram að skiptast á körfum en Chad Grey reyndi að koma Bakken í gang með harðri troðslu en það hafði réttu áhrifin á báða bandarísku leikmenn Aabyhöj sem að hlaupa beint yfir völlinn og D’Mario Curry átti glæsilega ,,alley up“ sendingu á Dimitrius Phillips sem að tróð boltanum með stæl. Munurinn ennþá 11 stig og staðan 56-67.
ÍR-ingurinn Ólafur Jónas Sigurðsson komst loks á blað í 4. leikluta en hann setti sín fyrstu 2 stig úr erfiðum jumper. Þegar að rúm mínúta var eftir biður Aabyhöj um tíma í stöðunni 67-73 þar sem að Arnar setur upp hið sígilda “Shaq Attack” kerfi í gang. Strax í næstu sókn brjóta þeir á Chris Christoffersen og setja hann á línuna og loftbolti varð raunin úr fyrra og klúðraði líka úr seinna og kerfið hans Arnars virtist virka vel. En það gekk ekkert hjá Aabyhöj að koma boltanum ofan í körfuna og svo fór sem fór staðan 68-74.
Stigahæstu menn Aabyhöj voru Dimitrius Phillips með 16 stig, D’Mario Curry og Jakob Wang með 12 stig. Ólafur Jónas var með 2 stig og Guðni Heiðar var með 2 stig
Stigahæstu menn Bakken voru Nikolai Ivarsen með 18 og Chris Christoffersen með 16.
Mynd/ Guðni Heiðar Valentínusson fékk að berja á sínum gömlu félögum í Bakken á fimmtudag.
Sveinn Pálmar Einarsson skrifar frá Danmörku