Þrír leikir voru á dagskrá í Iceland Express-deild kvenna í dag. Valur sótti Snæfell heim, Njarðvíkingar fengu Hauka í heimsókn og Keflvíkingar tóku á móti Fjölni.
Snæfell 102-73 Valur
Kieraah Marlow var með myndarlega tvennu fyrir Snæfell 31 stig og 16 fráköst. Hildur Sigurðardóttir var einnig drjúg í þessum stóra sigri Snæfells en hún setti 24 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar og var ansi nálægt þrennunni. Hjá Val var Guðbjörg Sverrisdóttir með 20 stig og þær María Ben Erlingsdóttir og Hallveig Jónsdóttir voru báðar með 12 stig. Er þetta sjötta tap Vals í röð í Iceland Express-deildinni.
Kieraah Marlow var með myndarlega tvennu fyrir Snæfell 31 stig og 16 fráköst. Hildur Sigurðardóttir var einnig drjúg í þessum stóra sigri Snæfells en hún setti 24 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar og var ansi nálægt þrennunni. Hjá Val var Guðbjörg Sverrisdóttir með 20 stig og þær María Ben Erlingsdóttir og Hallveig Jónsdóttir voru báðar með 12 stig. Er þetta sjötta tap Vals í röð í Iceland Express-deildinni.
Njarðvík 67-80 Haukar
Haukar unnu sinn þriðja leik í röð í dag þegar þær léku við Njarðvík. Hope Elam var með 27 stig og 12 fráköst fyrir Hauka og Íris Sverrisdóttir bætti við 23 stigum. Hjá Njarðvík var Lele Hardy með tröllatvennu eða 23 stig og 20 fráköst. Petrúnella Skúladóttir bætti við 16 stigum.
Keflavík 82-74 Fjölnir
Sigurganga Keflavíkur heldur áfram en þær eru komnar með sjö sigurleiki í röð. Í dag lögðu þær Fjölni þar sem Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík og Birna Valgarðsdóttir bætti við 18. Hjá Fjölni var Brittney Jones með 29 stig og Katina Mandylaris skoraði 16 stig og tók 14 fráköst.
Mynd: Haukastelpur eru komnar á skrið eftir að þær töpuðu fyrstu þremur deildarleikjum sínum – mynd úr safni.