Fannar Ólafsson mun verða í leikmannahóp KR í kvöld gegn ósigruðu liði Grindavík.Þetta staðfesti hann við Karfan.is nú fyrir stundu. Kappinn hefur verið að mæta á æfingar núna í rúma viku en segist eiga langt í land að ná sínu besta formi.
" Ég er svo sem ekkert að fara að veifa neinum töfrasprota í kvöld. Liðið sem er búið að vera að spila og hefur mótast mun sjá um þetta að mestu. Ég er meira svona sem móralskur stuðningur. Ég var orðinn leiður á því að rífa kjaft uppí stúku í vetur. Ég hef verið meiddur og mikið upptekinn síðastliðin misseri og kom á æfingar til að losa mig svo mig svo við nokkur aukakíló sem voru farinn að hreiðra um sig á líkamanum. Þau verða hinsvegar fljót að fara en ég á langt í land að ná mínu besta formi. " sagði Fannar Ólafsson nú fyrir stundu í snörpu samtali við Karfan.is