Hin árlega þakkargjörðarhátíð fór fram í Bandaríkjunum í gær og gátu allir þeir sem koma að NBA deildinni kýlt út vömbina enda þurfa menn ekkert að vinna á þeim bæjunum. LeBron James hafði það huggulegt í faðmi fjölskyldunnar og það vantaði ekkert á veisluborðið.
Þetta eru svona helstu fréttirnar sem hægt er að flytja af NBA deildinni þessi dægrin, fremur sorgleg staða og hafa allir þeir sem koma að deildinni bakað sér töluverðar óvinsældir á meðal körfuknattleiksunnenda. Við bendum á að annars staðar í heiminum er einnig leikinn körfuknattleikur og ekki úr vegi að fara að kynna sér almennilega t.d. Meistaradeild Evrópu, Euroleague.