spot_img
HomeFréttirAmmerud landaði öðrum sigrinum í gær: Valur og félagar í næstneðsta sæti

Ammerud landaði öðrum sigrinum í gær: Valur og félagar í næstneðsta sæti

Valur Ingimundarson er við stjórnartaumana hjá Ammerud í norsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Í gærkvöldi tók liðið á móti Langhus í sannkölluðum botnslag.
Lokatölur leiksins voru 83-76 Ammerud í vil sem hefur nú unnið tvo leiki og tapað átta í deildinni en Langhus er á botninum án stiga eftir 12 leiki.
 
Elias Westerlund var stigahæstur hjá Ammerud með 35 stig í leiknum.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -