Einn leikur fór fram í Iceland Express deild kvenna í dag þar sem KR hafði betur gegn Hamri og rétti þar með úr þriggja leikja taphrinu sinni. Með sigrinum komst KR upp að hlið Njarðvíkinga í 2. sæti deildarinnar en bæði lið hafa 12 stig en Njarðvíkingar betur innbyrðis.
Lokatölur í viðureign Hamars og KR í dag voru 66-89 KR í vil þar sem þær Margrét Kara Sturludóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir gerðu báðar 21 stig í liði KR. Anna María Ævarsdóttir bætti svo við 17 stigum. Hjá Hamri var Samantha Murphy með 33 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar en Hamarskonur hafa ekki bætt við sig erlendum leikmanni síðan ljóst varð að Hannah Tuomi myndi ekki leika meira með liðinu þetta tímabilið.
Staðan í deildinni
Deildarkeppni
Nr. | Lið | L | U | T | S | Stig/Fen | Sti m/Fen m | Heima s/t | Úti s/t | Stig heima s/f | Stig úti s/f | Síðustu 5 | Síð 10 | Form liðs | Heima í röð | Úti í röð | JL |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. | Keflavík | 9 | 8 | 1 | 16 | 768/636 | 85.3/70.7 | 4/0 | 4/1 | 93.5/72.5 | 78.8/69.2 | 5/0 | 8/1 | 8 | 4 | 4 | 0/0 |
2. | Njarðvík | 9 | 6 | 3 | 12 | 784/722 | 87.1/80.2 | 2/2 | 4/1 | 86.0/83.5 | 88.0/77.6 | 4/1 | 6/3 | 1 | -1 | 2 | 0/0 |
3. | KR | 9 | 6 | 3 | 12 | 689/644 | 76.6/71.6 | 3/2 | 3/1 | 74.8/71.8 | 78.8/71.3 | 2/3 | 6/3 | 1 | -2 | 1 | 1/0 |
4. | Haukar | 9 | 5 | 4 | 10 | 666/650 | 74.0/72.2 | 2/3 | 3/1 | 72.0/73.8 | 76.5/70.3 | 4/1 | 5/4 | 4 | 2 | 3 | 0/2 |
5. | Snæfell | 9 | 4 | 5 | 8 | 601/631 | 66.8/70.1 | 4/0 | 0/4 | 82.0/70.0 | 54.6/70.2 |
|