Þrír leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld. Í Grafarvogi var töluverð spenna þar sem Björgvin Hafþór Ríkharðsson átti sigurstoðsendinguna á Nathan Walkup sem kom Fjölni í 94-93 og þar við sat. Þá tryggðu Hólmarar sér sæti í fjórum fræknu með tíu stiga sigri á Stjörnunni í Stykkishólmi.
Úrslit kvöldsins í Lengjubikar karla:
Fjölnir 94-93 KFÍ
Hetja Fjölnis, Nathan Walkup, átti stóran leik með Grafarvogsliðinu í kvöld en hann setti niður sigurstigin þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Walkup gerði 32 stig í leiknum, tók 18 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Næstur Walkup var Jón Sverrisson með 20 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá KFÍ var Craig Schoen með 28 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar og Ari Gylfason heldur áfram góðu persónulegu gengi sínu með 24 stig, 9 fráköst og 3 stoðsendingar. Chris Miller-Williams var enn í borgaralegum klæðum hjá KFÍ en hann er að glíma við smávægileg meiðsli og því hvíldur.
Snæfell 94-84 Stjarnan
Quincy Hankins-Cole var með myndarlega tvennu, 28 stig og 11 fráköst og Jón Ólafur Jónsson bætti við 21 stigi og 3 stoðsendingum. Justin Shouse var með 29 stig í liði Stjörnunnar og Keith Cothran bætti við 20 stigum og 5 fráköstum. Snæfell er því komið í hin fjögur fræknu í Lengjubikar karla ásamt Grindavík en annað kvöld ræðst endanlega hvað lið munu skipa fjögur fræknu.
KR 94-58 ÍR
Öruggur sigur hjá KR en við hinkrum aðeins eftir stigaskori leikmanna. Með sigri KR í kvöld verður Þór Þorlákshöfn að vinna Skallagrím annað kvöld til að komast í fjögur fræknu.
Þá var Ágúst Angantýsson á nýjan leik í búning hjá KR í kvöld en hann meiddist í byrjun tímabils og hefur ekkert leikið með liðinu síðan.
Nánar síðar…
nonni@karfan.is