spot_img
HomeFréttirÚrslit: Njarðvík stöðvaði níu leikja sigurgöngu Keflavíkur

Úrslit: Njarðvík stöðvaði níu leikja sigurgöngu Keflavíkur

Heil umferð fór fram í Iceland Express deild kvenna í dag þar sem Njarðvíkingar rassskelltu Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í uppgjöri toppliðanna.
Úrslit dagsins:
 
Njarðvík 94-53 Keflavík
Shanae Baker fór mikinn í liði Njarðvíkinga með 27 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst og þá var hún með 5 stolna bolta. Lele Hardy mætti svo með myndarlega tvennu í 20 stigum og 21 frákasti. Hjá Keflavík var Pálína Gunnlaugsdóttir með 13 stig og 5 fráköst en hin öfluga Jaleesa Butler gerði einungis 5 stig og tók 13 fráköst.
 
KR 103-63 Fjölnir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir átti magnaðan leik með KR og mætti með þrennu, 24 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Margrét Kara Sturludóttir kom henni næst með 23 stig. Hjá Fjölni var Brittney Jones 26 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar en Fjölnir var einungis með 8 leikmenn á skýrslu í leiknum og léku án Katina Mandylaris.
 
Hamar 68-71 Snæfell
Katherine Graham gerði 14 stig og gaf 6 stoðsendingar í sínum fyrsta leik með Hamri en Samantha Murphy var þó stigahæst með 41 stig og 7 fráköst. Hjá sigurliði Snæfells var Hildur Sigurðardóttir með 20 stig og 6 fráköst og Helga Hjördís Björgvinsdóttir bætti við 18 stigum og 7 fráköstum.
 
Haukar 79-83 Valur
Valur batt enda á sigurgöngu Hauka í bili þar sem Melissa Leichlitner gerði 26 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í liði Vals. Næst henni var Kristrún Sigurjónsdóttir með 15 stig. Hjá Haukum var Hope Elam með 31 stig og 13 fráköst og þar Margrét Rósa Hálfdánardóttir og Jence Rhoads gerðu báðar 17 stig.
 
Staðan í deildinni
 
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Sti m/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1.  Keflavík 11 9 2 18 912/798 82.9/72.5 5/0 4/2 93.0/71.6 74.5/73.3 4/1 9/1 -1 5 -1 0/0
2.  Njarðvík 11 8 3 16 955/828 86.8/75.3 4/2 4/1 85.8/73.3 88.0/77.6 4/1 7/3 3 2 2 0/0
3.  (1) KR 11 7 4 14 864/784 78.5/71.3 4/2 3/2 79.5/70.3 77.4/72.4 2/3 6/4 1 1 -1 1/1
4.  (-1) Haukar 11 6 5 12 832/810 75.6/73.6 2/4 4/1 73.2/75.3 78.6/71.6 4/1 6/4 -1 -1 4 0/3
5.  Snæfell 11 6 5
Fréttir
- Auglýsing -