Einn leikur er á dagskránni í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar Snæfell tekur á móti funheitum Njarðvíkingum sem um helgina rassskelltu topplið Keflavíkur með 41 stig sigri. Hólmarar eru þó engin lömb að leika sér við á heimavelli og því von á fróðlegum slag í Stykkishólmi í kvöld.
Leikur Snæfells og Njarðvíkur hefst kl. 19:15 og er fyrsti leikur tólftu umferðar í deildinni.
Þá eru tveir leikir í bikarkeppni yngri flokka. Keflavík tekur á móti Aftureldingu í 9. flokki drengja kl. 20:00 í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ og Haukar fá Fjölni í heimsókn í 10. flokki karla kl. 20:30.