spot_img
HomeFréttirSigur í fyrsta leik hjá Newberry í riðlakeppninni

Sigur í fyrsta leik hjá Newberry í riðlakeppninni

Tómas Heiðar Tómasson og Ægir Þór Steinarsson lönduðu sigri í fyrsta leik Newberry í riðlakeppni NCAA II deildarinnar um helgina. Newberry tók þá má móti Lenior-Rhyne skólanum og voru lokatölur leiksins 80-93 Newberry í vil.
Tómas Heiðar var í ekki í byrjunarliðinu en lék í 14 mínútur og skoraði þrjú stig í leiknum og var með tvær stoðsendingar og einn stolinn bolta. Ægir Þór lék ekki með liðinu þar sem leikurinn fór fram 3. desember en hann hélt ytra 4. desember og er nú kominn á skólavistina með æskufélaga sínum Tómasi og verður fróðlegt að fyljgast með gengi kappanna í vetur.
 
Næsti leikur Newberry í NCAA II keppninni er þann 10. desember n.k. á útivelli þegar liðið mætir Tusculum.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -