spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Tólftu umferð kvenna lýkur í kvöld

Leikir dagsins: Tólftu umferð kvenna lýkur í kvöld

Þrír leikir eru á dagskránni í Iceland Express deild kvenna í kvöld og marka þeir lok tólftu umferðar í deildinni. Keflvíkingar geta endurheimt toppsætið með sigri en Njarðvík skaust á toppinn í gær eftir sigur á Snæfell í Stykkishólmi.
 
Leikir kvöldsins, allir kl. 19:15
 
Fjölnir-Hamar
Valur-KR
Keflavík-Haukar
 
Fjölnir-Hamar
Botnslagur af bestu gerð, liðin hafa verið jöfn á botninum síðustu umferðir en nú verður úr því skorið hvort þeirra rífi sig frá og hvort verði eitt á botninum. Búist er við því að Katina Mandylaris snúi aftur í búning hjá Fjölni en hún var ekki með gegn KR á dögunum sökum meiðsla.
 
Valur-KR
Sannkallaður Reykjavíkurslagur, Valur vann Hauka í spennuleik í síðustu umferð og KR rúllaði yfir Fjölni. Bæði lið á sigurbraut svo gera má ráð fyrir miklum slag í Vodafonehöllinni í kvöld.
 
Keflavík-Haukar
Bæði lið töpuðu í síðustu umferð, Keflavík fékk sögulega útreið í Ljónagryfjunni og Haukar töpuðu gegn Val í framlengdum leik. Hér mætast tvö lið í sárum og ætti það að gefa fína von um mikinn slag.
 
Þá er einn leikur í bikarkeppninni hjá 10. flokki drengja þegar Hamar/Þór Þorlákshöfn tekur á móti KR b kl. 20:15 í Hveragerði. 
Fréttir
- Auglýsing -