Helena Sverrisdóttir og góðu englarnir frá Slóvakíu gjörsigruðu Gospic CO í meistaradeild Evrópu í gærkvöldi 106-66. Með sigrinum lyftu Good Angels sér upp í 3. sæti C-riðils keppninnar og hefur liðið nú unnið sex leiki og tapað fjórum.
Helena gerði 9 stig í leiknum á 15 mínútum og var einnig með 6 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Nú er komið jólafrí í meistaradeild Evrópu í kvennaboltanum og því leika Good Angels ekki aftur í keppninni fyrr en á nýju ári og er fyrsti leikur 11. janúar gegn CB Taranto á heimavelli.