spot_img
HomeFréttirVærlöse kvaddi árið með sigri

Værlöse kvaddi árið með sigri

Danska úrvalsdeildin í körfuknattleik er komin í jólafrí en síðasta leiknum þetta árið í deildinni lauk í gærkvöldi þar sem Sigurður Þór Einarsson og félagar í Horsens IC máttu þola tap gegn Bakken Bears.
Danska úrvalsdeildin í körfuknattleik er komin í jólafrí en síðasta leiknum þetta árið í deildinni lauk í gærkvöldi þar sem Sigurður Þór Einarsson og félagar í Horsens IC máttu þola tap gegn Bakken Bears.

Bakken vann Horsens 85-70 þar sem Sigurður gerði 4 stig í leiknum á rúmum 14 mínútum. Þá var hann einnig með 2 fráköst í leiknum en Horsens fer í jólafrí í 6. sæti deildarinnar með 12 stig.

Á miðvikudag mættust Værlöse og Team Fog Næstved þar sem Værlöse fór með heimasigur af hólmi 86-75. Axel Kárason gerði 5 stig í liði Værlöse á tæpum 30 mínútum, tók 4 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal einum bolta. Með sigrinum er Værlöse í 8. sæti deildarinnar með 12 stig eins og Horsens en Íslendingaliðin þrjú hafa öll 12 stig þar sem Aabyhoj tapaði sínum leik á miðvikudag.

Aabyhoj lá þá gegn Aalborg Vikings 69-78. Ólafur J. Sigurðsson skoraði 10 stig, tók 1 frákast og gaf 1 stoðsendingu hjá Aabyhoj og Guðni Heiðar Valentínusson lék í tvær mínútur en komst ekki á blað.

Staðan í dönsku deildinni yfir hátíðarnar

  K V/T P % PPK/MPPK HJEMME V/T HJEMME PPK/MPPK UDE V/T UDE PPK/MPPK I TRÆK SIDSTE 4
1. Svendborg Rabbits 16 15/1 30 93.8 83.3/71.2 7/1 80.3/72.4 8/0 86.3/70.0 0
2. Bakken Bears 15 14/1 28 93.3 78.7/62.2 5/1 73.8/59.5 9/0 81.9/64.0 0
3. Team FOG Næstved 16 10/6 20 62.5 81.3/75.9 6/1 87.3/79.6 4/5 76.6/73.0 0
4. SISU 16 7/9 14 43.8 78.4/80.1 3/5 76.5/78.3 4/4 80.4/81.9 0
5. Hørsholm 79ers 16 6/10 12 37.5 74.0/77.7 4/4 77.6/74.6 2/6 70.4/80.8 0
6. Horsens IC 16 6/10 12
Fréttir
- Auglýsing -