spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins: Lokaumferðin fyrir jól

Leikir kvöldsins: Lokaumferðin fyrir jól

Í kvöld er heil umferð í Iceland Express deild karla og jafnframt sú síðasta fyrir jólafrí. Í mörg horn verður að líta og venju samkvæmt hefjast allir leikirnir kl. 19:15. Í Garðabæ verður barist um 2. sætið í deildinni yfir jólahátíðina en þar mætast Stjarnan og Keflavík sem eru í 2.-3. sæti, bæði með 12 stig.
Leikir kvöldsins í Iceland Express deild karla
 
KR – Valur
Þór Þorlákshöfn – Tindastóll
Snæfell – Grindavík
Njarðvík – Fjölnir
Stjarnan – Keflavík
Haukar – ÍR
 
KR-Valur
Íslands- og bikarmeistarar KR mæta án erlendra leikmanna í kvöld en Valsmenn eru einum Darnell Hugee færri en þeir hafa látið kappann fara frá félaginu. Valsmenn eru sem fyrr á botni deildarinnar án stiga en KR-ingar eru í 5. sæti með 8 stig.
 
Þór Þorlákshöfn – Tindastóll
Nýliðar Þórs lögðu Grindavík í síðustu umferð og því er völlur á þeim þessa stundina. Stólarnir lögðu KR að sama skapi svo í Þorlákshöfn ættu að mætast vel þandir brjóstkassar í kvöld.
 
Snæfell-Grindavík
Hólmarar í 9. sæti með 6 stig og illir heim að sækja en Grindvíkingar töpuðu síðasta leik og hafa fengið rúman tíma til að jafna sig. Þetta verður mikill slagur og vafalítið fjölmennt á leiknum.
 
Njarðvík-Fjölnir
Bæði lið hafa 8 stig fyrir leikinn í kvöld, Fjölnir í sjöunda sæti en Njarðvík í því áttunda. Þessi tvö lið eru tvö af fjórum sem hafa átta stig í deildinni og berjast af mikilli hörku á miðsvæði töflunnar.
 
Stjarnan-Keflavík
Ef Grindavík tapar er ráðrúm til að jafna á toppnum eða taka annað sæti deildarinnar fyrir sig. Bæði Stjarnan og Keflavík eru með 12 stig og hafa verið löskuð undanfarið. Keflavík án Magnúsar Þórs Gunnarssonar og Arnars Freys Jónssonar en Garðbæingar hafa verið að leika án Jovan Zdravevski.
 
Haukar-ÍR
Haukar gætu komið sér úr fallsæti fyrir jól með sigri og þétt ennfrekar pakkann sem berst frá ellefta og upp í fjórða sæti deildarinnar. ÍR tapaði naumt heima gegn Stjörnunni í síðustu umferð og vilja vísast kvitta fyrir þau stig sem sluppu.
 
Fjölmennum á vellina í kvöld, síðustu leikir ársins!
 
Staðan í deildinni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Sti m/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1.  Grindavík 8 7 1 14 695/580 86.9/72.5 4/1 3/0 86.4/74.4 87.7/69.3 4/1 7/1 -1 -1 3 0/1
2.  (1) Keflavík 8 6 2 12 735/671 91.9/83.9 4/0 2/2 89.3/79.5 94.5/88.3 4/1 6/2 3 4 1 2/1
3.  (-1) Stjarnan 8 6 2 12 734/683 91.8/85.4 2/1 4/1 87.3/83.7 94.4/86.4 3/2 6/2 1 1 1 2/0
4.  (1) Þór Þ. 8 5 3 10 700/674 87.5/84.3 2/1 3/2 84.3/82.7 89.4/85.2 3/2 5/3 2
Fréttir
- Auglýsing -