spot_img
HomeFréttirClippers rúlluðu yfir Lakers í æfingaleik

Clippers rúlluðu yfir Lakers í æfingaleik

LA Clippers mættu stóra bróður í gærkvöldi í borg englanna og skelltu LA Lakers 114-95 á undirbúningstímabili NBA deildarinnar. Gamla brýnið Chaunsey Billups gerði 23 stig í leiknum og Chris Paul bætti við 17 stigum og 9 stoðsendingum fyrir Clippers. Blake Griffin var afar rólegur, bara 12 stig og 5 fráköst.
Kobe Bryant gerði 22 stig hjá Lakers og Andrew Bynum bætti við 15 stigum og 12 fráköstum. Eins og við var að búast var nokkuð um glæsileg tilþrif af hálfu Clippers enda oftar en ekki kallaðir Lob Angeles Clippers þessi dægrin og vísað þar í ,,alley-up“ sendingarnar sem þegar eru farnar að láta á sér kræla enda búist við því að leikstjórnandi eins og Chris Paul verði ekki í vandræðum með að finna háloftafuglana Blake Griffin og Caron Butler á sveimi í kringum körfuhringinn.
 
 
Önnur úrslit úr æfingaleikjum næturinnar:
 
Charlotte Bobcats 79-77 Atlanta Hawks
Portland Trail Blazers 110-90 Utah
 
 
Fréttir
- Auglýsing -