Stutt og laggott jólafrí er nú skollið á í sænsku úrvalsdeildinni en keppninni fyrir jól lauk í gærkvöldi þar sem þrjú af fjórum Íslendingaliðum deildarinnar létu til sín taka. Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings nældu sér í tvö góð stig á meðan meistarar Sundsvall Dragons og Jamtland máttu sætta sig við tap.
ecoÖrebro 71-85 Solna Vikings
Logi Gunnarsson var stigahæstur í liði Solna með 21 stig á 34 mínútum. Logi var einnig með 5 stoðsendingar og 3 fráköst í leiknum og þá hnuplaði hann tveimur boltum.
Södertalje Kings 109-81 Jamtland
Brynjar Þór Björnsson gerði 5 stig í leiknum fyrir Jamtland á 20 mínútum. Þá stal hann tveimur boltum og tók 1 frákast.
LF Basket 99-88 Sundsvall Dragons
Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í liði Sundsvall með 18 stig og 2 stoðsendingar á 38 mínútum. Hlynur Bæringsson bætti við 17 stigum, 14 fráköstum og 4 stoðsendingum og þá var Pavel Ermolinski með 9 stig, 9 stoðsendingar og 3 fráköst.
Staðan í sænsku deildinni
Nr | Lag | M | V | F | P | PG/MP | PPM/MPPM | Hemma V/F | Borta V/F | Hemma PPM/MPPM | Borta PPM/MPPM | Senaste 5 | Senaste 10 | I rad | Hemma /- i rad | Borta /- i rad | JM |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. (1) | LF Basket | 17 | 12 | 5 | 24 | 1516/1377 | 89.2/81.0 | 8/2 | 4/3 | 90.4/81.1 | 87.4/80.9 | 4/1 | 9/1 | 4 | 3 | 4 | 1/2 |
2. (-1) | Borås | 18 | 12 | 6 | 24 | 1702/1634 | 94.6/90.8 | 6/3 | 6/3 | 94.7/88.3 | 94.4/93.2 | 3/2 | 6/4 | -1 | 1 | -1 | 2/1 |
3. | Dolphins | 17 | 11 | 6 | 22 | 1461/1376 | 85.9/80.9 | 6/2 | 5/4 | 86.5/79.8 | 85.4/82.0 | 2/3 | 6/4 | 1 | 2 | -2 | 3/3 |
4. | Dragons | 19 | 11 | 8 | 22 | 1633/1558 | 85.9/82.0 | 8/1 | 3/7 | 87.7/79.1 | 84.4/84.6 | 2/3 | 6/4 | -1 |
|