spot_img
HomeFréttirRose samdi við Bulls til fimm ára

Rose samdi við Bulls til fimm ára

Stuðningsmenn Chicago Bulls í NBA deildinni ættu að fagna um þessar mundir því Derrick Rose hefur komist að nýju fimm ára samkomulagi við klúbbinn. Andvirðið, litlar 94 milljónir Bandaríkjadala eða um ellefu og hálfur milljaður íslenskra króna samkvæmt heimildamönnum vestanhafs en búist er við því að í dag verði gengið endanlega frá málum.
Rose var á síðustu leiktíð valinn besti leikmaður NBA deildarinnar en þessi framlenging á samningi hans á að hefjast tímabilið 2012-2013 og þá fær leikmaðurinn litlar 16 milljónir dollara í vasann.
 
Rose hefur ekki að ósekju skotist upp á stjörnuhimininn, á þremur árum hefur hann orðið nýlið ársins, valinn í stjörnuleikinn og svo valinn besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð.
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -