Pálína Gunnlaugsdóttir hefur verið útnefnd íþróttamaður Keflavíkur en valið var tilkynnt í nýju félagsheimili þeirra Keflvíkingar í gærkvöldi. Pálína kom til Keflavíkur í miðju góðæri árið 2007 og hefur síðan þá byggt ofan á sinn feril og bætt sig helling. Á síðasta ári vann hún tvennuna (íslands og bikar) með Keflavík.
Ofan á það þá var Pálína valin besti leikmaður , besti varnarmaður og var í úrvalsliði ársins á lokahófi KKÍ síðastliðið vor. Pálína er dugnaðarforkur og fyrirmynd þeirra sem vilja ná langt í sportinu. Einnig má geta þess að stelpan er nokkuð liðtæk í strandblaki yfir sumartímann.
Karfan.is sendir hamingjuóskir til Pálínu!