spot_img
HomeFréttirRinggold sagt upp og Hairston inn til reynslu hjá Þórsurum

Ringgold sagt upp og Hairston inn til reynslu hjá Þórsurum

Eurobasket.com hefur greint frá því að Junior Hairston sé mættur til leiks með nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn. Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórsara staðfesti þessar fregnir við Karfan.is í dag. Hairston kemur til félagsins á reynslu en Michael Ringgold hefur sungið sitt síðasta með Þórsurum þessa leiktíðina.
Benedikt sagði við Karfan.is í dag að séð yrði til með hvort samið yrði við Hairston, tíminn leiðir það þá væntanlega í ljós.
 
Á heimasíðu Eurobasket segir m.a. um Hairston að hann skríði rétt yfir tvo metrana, 2.03sm., og hafi útskrifast frá Towson og hafi byrjað tímabilið í Finnlandi með Salon Vilpas.
 
Mynd/ [email protected] Ringgold verður ekki meira með Þórsurum þetta tímabilið.
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -